Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings R. er fyrsti gestur vetrarins í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut. Fyrsti þáttur fer í loftið í kvöld.

Í þættinum fer Arnar meðal annars yfir komandi bikarúrslitaleik gegn FH og tímabilið í heild, sem og margt fleira.

„Ég myndi færa rök fyrir því að það að vinna bikarinn í ár og enda í öðru sæti væri betri árangur en að vinna tvöfalt í fyrra,“ segir Arnar í þættinum.

„Miðað við hvernig tímabilið er búið að vera, fjöldi leikja, hvað við erum búnir að vera stöðugir og mæta í hvaða keppni sem er, Evrópukeppni, bikar og Íslandsmótið, breytingar á leikmannahópnum.“

Hér að neðan má sjá klippuna með umræðunni, en þátturinn kemur út í heild á Hringbraut og á vef klukkan 20.