Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Danmörku um 9. sætið á Algarve-mótinu. Ásmundur stýrir íslenska liðinu í kvöld í fjarveru Freys Alexanderssonar.

Aðeins fjórir leikmenn halda sæti sínu í byrjunarliðinu frá markalausa jafnteflinu við Evrópumeistara Hollands á mánudaginn. Það eru þær Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Gísladóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir.

Sonný Lára Þráinsdóttir stendur á milli stanganna en hún er eini leikmaðurinn í íslenska hópnum sem hafði ekki spilað mínútu á mótinu.

Hinar 17 ára gömlu Guðný Árnadóttir og Hlín Eiríksdóttir eru í byrjunarliðinu í annað sinn á mótinu.

Þetta er annar leikur Íslands og Danmerkur á mótinu. Liðin mættust einnig í 1. umferð riðlakeppninnar og lauk þeim leik með markalausu jafntefli.

Byrjunarlið Íslands má sjá hér að neðan.