Þorsteinn H. Halldórsson, Ásmundur Guðni Haraldsson og þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu gera sjö breytingar á byrjunarliði liðsins frá tapinu gegn Ítalíu í vináttulandleik liðanna á laugardaginn var en liðin mætast á nýjan leik á Coverciano, æfingasvæði ítalska landsliðsins, í Tirrenia klukkan 14.00 í dag.

Sandra Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Berglind Björg Þorvalsdóttir koma inn í liðið.

Cecilie Rán Rúnarsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Elísa Viðarsdóttir, Agla María Albertsdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Elín Metta Jensen fá sér hins vegar sæti á varamannabekknum.

Byrjunarlið íslenska liðsins er þannig skipað: Sandra Sigurðardóttir - Hallbera Guðný Gísladóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (f) - Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir.

Hafrún Rakel er að spila sinn annan A-landsleik en frumraun hennar var þegar hún kom inná sem varamaður í tapinu á laugardaginn síðastliðinn.