Stórleikur helgarinnar í enska boltanum er þegar Skytturnar heimsækja Anfield, völl sem hefur ekki reynst félöginu örlátur á síðustu árum.

Hér áður fyrr undir stjórn Arsene Wenger var Arsenal með gott tak á Liverpool í Bítlaborginni en undanfarin ár hafa reynst Skyttunum erfið.

Frá því að Santi Cazorla og Lukas Podolski skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Anfield 2. september 2012 hafa liðin mæst sex sinnum í ensku úrvalsdeildinni og er uppskera Arsenal tvö stig.

Liverpool hefur unnið fjóra leiki, nú síðast 5-1 sigur í desember síðastliðnum þar sem Roberto Firmino skoraði þrennu.

Markatala liðanna í leikjunum sex er 22-8, Liverpool í vil.