Fótbolti

Sjáðu ótrúlegt mark í asísku Meistaradeildinni

Ikromjon Alibaev, leikmaður Lokomotiv Tashkent frá Úsbekistan skoraði gull af marki í dag í asísku Meistaradeildinni. Markið minnir um margt á markið sem David Beckham skoraði gegn Wimbeldon.

David Beckham fagnar marki sínu gegn Wimbeldon forðum daga. Fréttablaðið/Getty

Ikromjon Alibaev, gleymir leiknum í dag gegn Al Wahda í asísku Meistaradeildinni seint. Alibaev sem er leikmaður Lokomotiv Tashkent frá Úsbekistan skoraði þá gull af marki en markið minnir um margt á frægt mark sem David Beckham skoraði gegn Wimbeldon. 

Alibaev snéri af sér varnarmann og lét vaða fyrir aftan miðjulínu. Boltinn sveif í fallegum boga yfir markvörð Al Wahda. Heimamenn í Lokomotiv Tashkent unnu leikinn 5:0.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Bakayoko mættur í læknisskoðun hjá AC Milan

Fótbolti

Ronaldo fluttur á spítala í skyndi á Ibiza

Fótbolti

Ronaldo olli glundroða í sínum fyrsta leik

Auglýsing

Nýjast

„Fengum reglulega upplýsingar úr stúkunni“

Þrenna Pedersen afgreiddi Grindvíkinga

Már bætti eigið Íslandsmet á EM í Dublin

Viktor Örn hetja Blika í Víkinni

Kennie Chopart framlengir hjá KR

Þór/KA gæti mætt Söru eða Glódísi

Auglýsing