Sport

Sjáðu magnaða HM-auglýsingu sem Hannes leikstýrði

Hannes Þór Halldórsson settist aftur í leikstjórastólinn og leikstýrði glæsilegri HM-auglýsingu Coca-Cola.

Hannes og félagar hans í íslenska landsliðinu. Mynd/Baldur Kristjáns

Hannesi Þór Halldórssyni er ýmislegt annað til lista lagt en að verja skot. Hann er líka fær leikstjóri.

Coca-Cola falaðist eftir kröftum Hannesar og fékk hann til að leikstýra HM-auglýsingu. Hún er nú klár og má sjá hér fyrir neðan.

Ferlið tók langan tíma en vinna við auglýsinguna hófst fyrir sjö mánuðum. Tökur hófust í San Francisco, þegar íslenska landsliðið var þar í æfingaferð, og héldu svo áfram á ýmsum stöðum á Íslandi. Má þar m.a. nefna Reykjavík, Ísafjörð, Hveragerði, Sandgerði og Akureyri.

Fjölmargir þjóðþekktir Íslendingar koma fyrir í auglýsingunni, þ.á.m. Eiður Smári Guðjohnsen, Guðmundur Benediktsson, Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Gunnar Nelson.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

ÍR, KR og Njarðvík í Höllina

Fótbolti

Boateng til Barcelona

Sport

NFL-stjarna kíkti á Gullfoss

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta tap Kristjáns kom gegn Noregi

„Ekki hægt að biðja um betri byrjun“

Elín Metta með tíu landsliðsmörk

Elín Metta á skotskónum á Spáni

Veðja aftur á varaliðsþjálfara Dortmund

Hilmar hafnaði í 20. sæti

Auglýsing