Alls fimm Íslendingar taka þátt í þriðja og næst síðasta degi heimsleikanna í CrossFit sem fara fram í Madison, Bandaríkjunum í dag.

Hægt er að sjá beina útsendingu frá Madison í spilaranum hér fyrir neðan.

Björgvin Karl stendur best að vígi af Íslendingunum eftir tvo keppnisdaga en hann er í áttunda sæti í karlaflokki.

Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir í sætum 10-12 og Sara Sigmundsdóttir í 20. sæti fyrir þriðja keppnisdag.