Streymisveitan Rakuten TV birti í dag fyrstu stikluna fyrir heimildarmynd um feril Andres Iniesta sem lék lykilhlutverk í gullaldarliðum Spánverja og Barcelona.

Iniesta lék í sextán ár með Barcelona áður en hann söðlaði um og samdi við Vissel Kobe í Japan.

Í myndinni er fjallað um það þegar Iniesta var með heimþrá stuttu eftir að hann gekk til liðs við Barcelona tólf ára.

Þá er farið í sextán ára feril hans með aðalliði Barcelona, sigurmarkið á HM 2010 og rætt við fyrrum liðsfélaga.

Stikluna má sjá hér fyrir neðan en Rakuten sem er einn af stærstu styrktaraðilum Barcelona gerði einnig heimildarþætti um síðasta tímabil félagsins.