Hollenska liðið Ajax hefur lengi verið þekkt fyrir stórkostlega knattspyrnu. Léttleikandi og fumlausa. Myndband af liðinu í reitarbolta á æfingu hefur nú verið að tröllríða samfélagsmiðlum en reitarbolti er eitt alskemmtilegasta fyrirbæri í því að æfa knattspyrnu. Markmiðið er að halda boltanum innan liðsins og þeir sem eru í vestunum eiga að reyna að komast inn í sendingarnar. Ekkert sérlega flókið en framkvæmdin getur verið erfið.