Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er komin aftur til æfinga hjá franska stórveldinu Lyon sem deildi myndbandi frá fyrsta degi Söru á samskiptamiðla sína.

Sara hélt stutta ræðu fyrir liðsfélagana þar sem hún sagðist hafa fylgst með öllum leikjum liðsins og að henni líkaði ákefðin í spilamennsku liðsins að undanförnu.

Afrekstur síðasta tímabils hafi verið viss vonbrigði en að Lyon muni vinna titla í vor.

Þá ræddi Sara stuttlega um það hvernig hún væri að vinna í því að komast aftur í sitt besta form eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt í vetur.