Fyrsta landsliðsverkefni knattspyrnulandsliðs Jamaíka undir stjórn Heimis Hallgrímssonar er hafið og fram undan er erfiður æfingaleikur fyrir liðið gegn Argentínu en sá leikur fer fram í Bandaríkjunum á morgun.

Heimir var ráðinn landsliðsþjálfari Jamaíka í þar síðustu viku og nú eru farnar að berast myndir og myndbönd úr fyrsta landsliðsverkefninu.

„Ef ég ber þetta við saman við verkefni mitt hjá íslenska landsliðinu, þá sé ég mun meiri efnivið hér en hjá Íslandi. Ég er mjög spenntur að byrja og næsta ár verður afar stórt fyrir landsliðið,“ sagði Heimir á blaðamannafundi þegar hann var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíka.