Tiger Woods átti skínandi fyrsta hring á Genesis-mótinu sem hófst í gær og er hluti af PGA-mótaröðinni. Þetta var í fyrsta skipti í rúmt hálft ár sem Tiger lék á atvinnumannamóti og fór hann sinn fyrsta hring á tveimur höggum undir pari vallarins, alls 69 höggum.
Tiger er mikill keppnismaður og hefur gaman að því að reyna stuða samspilara sína á hverjum hring og það gerði hann í gær.
Eftir að hafa slegið lengra upphafshögg en Justin Thomas, virðist Tiger hafa rétt honum túrtappa. Hver meiningin á bak við það athæfi var, er óvíst.
Það er golf blaðamaðurinn Rick Gehman sem vekur athygli á þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter og birtir myndir máli sínu til stuðnings.
Tiger Woods had a gift for Justin Thomas after driving it past him on number nine.
— Rick Gehman (@RickRunGood) February 17, 2023
(via @GettyImages) pic.twitter.com/HXZEQSAhEU
Allt var þetta til gamans gert milli Tiger og Thomas en myndskeið sem birst hefur af atvikinu, einnig á Twitter, sýnir að Thomas vildi ekkert taka við umræddri gjöf frá Tiger.
I was wondering what that was pic.twitter.com/U5ZBXtFsdn
— 🇨🇦 Mark (@MarkFromTO) February 17, 2023
Spilar alltaf til sigurs
Það er alltaf spenna fyrir því þegar að Tiger, sem er einn allra besti kylfingur sögunnar með 15 risatitla, mætir til leiks. Á sama tíma eru margir sem efast um að hann geti enn á ný sótt til sigurs á umræddum mótum PGA-mótaraðarinnar eftir að hann lenti í harkalegu bílslysi í febrúar árið 2021. Um stund var íhuga að taka af honum annan fótinn sökum þess hve illa farinn hann var.
Allt kom fyrir ekki og hefur Tiger, þó sami krafturinn sé ekki fætinum, reynt fyrir sér ítrekað á atvinnumannamótum eftir slysið.
Tiger segist hins vegar sjálfur ekki mæta til leiks nema að hann trúi því að hann geti borið sigur úr býtum.
Í gær fengu áhorfendur að sjá takta frá kylfingnum sem kannski kveikja í gömlum glæðum og fortíðarþrám.