Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta, Viktor Gísli Hallgrímsson átti markvörslu 4. umferðar í undankeppni EM. Frá þessu greinir Evrópska handknattleikssambandið í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter.
Viktor Gísli átti stórbrotna frammistöðu í landsleik Íslands og Tékklands á sunnudaginn síðastliðinn, leik sem Ísland vann með níu mörkum, 28-19.
Alls átti Viktor Gísli 12 varða bolta í leiknum og fékk hann aðeins á sig 10 mörk.
Markvörslu 4. umferðar átti hann þegar að leikar stóðu 10-8 fyrir Ísland, um var að ræða tvöfalda markvörslu frá kappanum sem hefur einnig verið að gera gott mót með félagsliði sínu Nantes í Frakklandi.
Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan:
Unplayable Viktor Hallgrimsson 🤯😨 #ehfeuro2024
— EHF EURO (@EHFEURO) March 13, 2023
5️⃣ Andreas Wolff | @DHB_Teams 🇩🇪
4️⃣ Nicholas Satschwell| Faroe Islands 🇫🇴
3️⃣ Nart Ravensbergen | @Handbal_NL 🇳🇱
2️⃣ Charles Bolzinger | @FRAHandball 🇫🇷
1️⃣ Viktor Hallgrímsson | @HSI_Iceland 🇮🇸 pic.twitter.com/FFjYMwxZ05