Ís­lenski lands­liðs­mark­vörðurinn í hand­bolta, Viktor Gísli Hall­gríms­son átti mark­vörslu 4. um­ferðar í undan­keppni EM. Frá þessu greinir Evrópska hand­knatt­leiks­sam­bandið í færslu á sam­fé­lags­miðlinum Twitter.

Viktor Gísli átti stór­brotna frammi­stöðu í lands­leik Ís­lands og Tékk­lands á sunnu­daginn síðast­liðinn, leik sem Ís­land vann með níu mörkum, 28-19.

Alls átti Viktor Gísli 12 varða bolta í leiknum og fékk hann að­eins á sig 10 mörk.

Mark­vörslu 4. um­ferðar átti hann þegar að leikar stóðu 10-8 fyrir Ís­land, um var að ræða tvö­falda mark­vörslu frá kappanum sem hefur einnig verið að gera gott mót með fé­lags­liði sínu Nan­tes í Frakk­landi.

Til­þrifin má sjá hér fyrir neðan: