Annar af þjófunum, 26 ára gamall maður að nafni Abderaham Muse var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir ránstilaunina.

Atvikið átti sér stað í ágúst á þessu ári en Gabríel lagði bíl sínum í bílskúrnum eftir að hafa kíkt út með vini sínum en um leið og hann stígur út úr bílnum heima hjá sér birtust tveir menn vopnaðir hafnaboltakylfum.

Mennirnir kröfðust þess að Gabriel myndi afhenda þeim bíllyklana að Mercedes bifreið sinni, símann sinn og úr.

Muse réðist á Gabriel, lamdi hann með hafnaboltakylfu en Gabriel náði að snúa hann niður en muse komst að lokum undan.

Derhúfa hans varð hins vegar eftir og með hári úr henni náði Metropolitan lögreglan í Bretlandi að finna út hver það var sem hafði ráðist á Gabriel.

Martin Lewis, saksóknarinn í málinu sagði fyrir dómstólum í síðasta mánuði að Gabriel og vini hans hefði ekki orðið meint af en hefðu að sjálfsögðu fengið sjokk. Hann segir innbrotsþjófana abbast upp á ranga aðila. ,,Þeir völdu einstaklinga sem eru í góðu líkamlegu standi og eru fullfærir um að verja sjálfa sig."

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, tjáði sig um atvikið á blaðamannafundi í morgun: ,,Þetta er ekki skemmtilegur hlutur að ganga í gegnum, sér í lagi þegar að þú ert með fjölskylduna nærri þér. Gabriel sýndi mikinn karakter, félagið hefur veitt honum allan þann stuðning sem hann þarf til þess að halda áfram."

Gabriel gekk til liðs við Arsenal í september árið 2020 frá franska liðinu Lille. Hann er orðinn fastamaður í vörn enska liðsins, hefur spilað 42 leiki fyrir liðið, skorað 4 mörk og gefið 1 stoðsendingu.

Arsenal situr um þessar mundir í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinar með 23 stig eftir þrettán umferðir.