Alþjóða knattspyrnusambandið sætir nú harðri gagnrýni fyrir að hafa neitað að spila myndbandsupptöku af ræðu sem Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti flutti og bað um að yrði spiluð á Lusail-leikvanginum í gær þar sem úrslitaleikur HM í Katar fór fram.
Ræðan, sem nú hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, er titluð sem ákall um frið og segir í yfirlýsingu frá embætti Úkraínuforseta að stjórnvöld í Katar hafi stutt þetta framtak forsetans.
Hins vegar hafi FIFA komið í veg fyrir að ræðan yrði spiluð í kringum úrslitaleikinn milli Argentínu og Frakklands á Lusail leikvanginum.
Innrás Rússa í Úkraínu, sem hófst í febrúar fyrr á þessu ári, stendur enn yfir og segir í yfirlýsingu embættis Úkraínuforseta að FIFA hafi tapað dýrmætum skilningi á knattspyrnunni ,,sem leik sem sameinar þjóðir frekar en að styðja núverandi sundrung."
Ræðu Zelensky, sem FIFA neitaði að spila, má sjá hér fyrir neðan:
A message from @ZelenskyyUa to all football fans in the world.
— Defense of Ukraine (@DefenceU) December 18, 2022
Ukrainians also love football. But now we are focusing all our efforts on the fight for our freedom. pic.twitter.com/n3FlrbJEGF