Al­þjóða knatt­spyrnu­sam­bandið sætir nú harðri gagn­rýni fyrir að hafa neitað að spila mynd­bands­upp­töku af ræðu sem Volodymyr Zelen­sky Úkraínu­for­seti flutti og bað um að yrði spiluð á Lusa­il-leik­vanginum í gær þar sem úr­slita­leikur HM í Katar fór fram.

Ræðan, sem nú hefur farið í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum, er titluð sem á­kall um frið og segir í yfir­lýsingu frá em­bætti Úkraínu­for­seta að stjórn­völd í Katar hafi stutt þetta fram­tak for­setans.

Hins vegar hafi FIFA komið í veg fyrir að ræðan yrði spiluð í kringum úr­slita­leikinn milli Argentínu og Frakk­lands á Lusa­il leik­vanginum.

Inn­rás Rússa í Úkraínu, sem hófst í febrúar fyrr á þessu ári, stendur enn yfir og segir í yfir­lýsingu em­bættis Úkraínu­for­seta að FIFA hafi tapað dýr­mætum skilningi á knatt­spyrnunni ,,sem leik sem sam­einar þjóðir frekar en að styðja nú­verandi sundrung."

Ræðu Zelen­sky, sem FIFA neitaði að spila, má sjá hér fyrir neðan: