Ivana Knoll hefur vakið mikla athygli á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem nú stendur yfir í Katar. Nú hefur hún komið sér í sviðsljósið á ný með fremur umdeildu athæfi.

Knoll er hörð stuðningskona Króatíu. Hún sá sína menn sigra Japani í gær. Leikurinn var liður í 16-liða úrslitum og fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Þar höfðu Króatar betur og eru komnir í 16-liða úrslit.

Eftir leik birti Ivana myndband af sér á Instagram borða Sushi, sem þykir augljóst skot á Japani eftir grátlega tapið í gær.

Nokkrir netverjar létu Knoll heyra það í athugasemdakerfinu fyrir þetta.

Sem fyrr segir hefur Knoll áður ratað í fréttirnar síðan HM í Katar hófst. Hún hefur verið afar áberandi í götum Doha og inni á leikvöngunum.

Léttur klæðnaður hennar hefur aftur á móti vakið upp furðu marga. Það þykir að margra mati ekki viðeigandi að kona klæði sig með slíkum hætti í Katar.