Aron Guðmundsson skrifar frá O2-höllinni í Lundúnum

Það var erfitt að hemja sig á borði blaðamanna rétt fyrir utan bardagabúrið í O2-höllinni í Lundúnum í kvöld þegar að Gunnar Nelson og hans teymi gengu framhjá eftir yfirburðarsigur á Japananum Takashi Sato.

Gunnar vann allar þrjár lotur í bardaganum og endurkoma hans gekk fullkomlega upp.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar að Nelson-feðgar ásamt þjálfurum Gunnars gengu fram hjá undirrituðum og hrósuðu happi.