Fjölmiðlafulltrúi brasilíska knattspyrnusambandsins sætir nú mikilli gagnrýni eftir að hafa tekið nokkuð harkalega í kött sem var búinn að koma sér fyrir á borði í fundarherberginu þar sem blaðamannafundur brasilíska landsliðsins í knattspyrnu fór fram.
Myndband af athæfinu hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum en ekki fylgir sögunni af hverju kötturinn var viðstaddur í fundarherberginu.
Umræddur fjölmiðlafulltrúi sat fundinn ásamt Vinicíus Junior, sóknarmanni Brasilíu sem virtist lítið kippa sér upp við það þegar fjölmiðlafulltrúinn reif köttinn upp á feldinum og henti honum af borðinu.
Hins vegar mátti heyra það á viðstöddum í fundarherberginu að þeim var brugðið við þessa hegðun fulltrúans.
🐈 Vinicius Junior'ın basın toplantısın davetsiz bir misafir#BRA #FIFAWorldCup #Qatar2022 pic.twitter.com/uCN9MXteCR
— golvarmi.com (@golvarmi) December 8, 2022