Fjöl­miðla­full­trúi brasilíska knatt­spyrnu­sam­bandsins sætir nú mikilli gagn­rýni eftir að hafa tekið nokkuð harka­lega í kött sem var búinn að koma sér fyrir á borði í fundar­her­berginu þar sem blaða­manna­fundur brasilíska lands­liðsins í knatt­spyrnu fór fram.

Mynd­band af at­hæfinu hefur vakið at­hygli á sam­fé­lags­miðlum en ekki fylgir sögunni af hverju kötturinn var við­staddur í fundar­her­berginu.

Um­ræddur fjöl­miðla­full­trúi sat fundinn á­samt Vinicíus Juni­or, sóknar­manni Brasilíu sem virtist lítið kippa sér upp við það þegar fjöl­miðla­full­trúinn reif köttinn upp á feldinum og henti honum af borðinu.

Hins vegar mátti heyra það á við­stöddum í fundar­her­berginu að þeim var brugðið við þessa hegðun full­trúans.