Savage var einn af lýsendum leiksins fyrir BT Sport í gær og í viðtali fyrir leik viðurkenndi hann að eiga erfitt með að halda aftur af tárum sínum.

,,Strákurinn hefur afrekað svo mikið á sinni stuttu ævi. Hann hefur alltaf þurft að leggja mikið á sig til þess að ná markmiðum sínum. Vinnusemi hans, löngunin í að ná langt og auðmýkt hans hefur komkið honum á þennan stað í kvöld," sagði Savage á BT Sport í gær.

Charlie hefur ávallt þurft að eiga við þá staðreynd að hann er alltaf borinn saman við pabba sinn Robbie, sem gerði vel sem atvinnumaður á Englandi. ,,Ég er himinlifandi með hann og veit að afi hans horfir stoltur niður til hans núna."

Robbie Savage spilaði meðal annars með yngri liðum Manchester United í upphafi síns ferils en fékk aldrei tækifæri með aðalliði liðsins. ,,Jafnvel þó að hann komi ekki inn á í kvöld, hef ég sagt honum að það sem hann á ólifað mun hann alltaf geta sagst hafa verið á bekknum hjá aðalliði Manchester United, einhvað sem ég náði ekki að afreka.

Á 89. mínútu í leik Manchester United og Young Boys, ákvað Ralf Ragnick, knattspyrnustjóri Manchester United að gera breytingu á sínu liði. Út af vellinum kom Juan Mata og inn á kom Charlie Savage í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United.

,,Ég tel það viðeigandi núna Robbie Savage, að ég dragi mig í hlé og leyfi þér að kynna inn son þinn," sagði kollegi Robbie Savage í lýsendaboxi BT Sport í gær.

,,Inn á fyrir Manchester United kemur Charlie Savage í stað Juan Mata. Vá, ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að segja þessi orð hér hjá Manchester United. Þvílík stund fyrir strákinn minn. Öll erfiðisvinnan sem er að baki, þvílíkur dagur fyrir mig, móður hans, ömmur hans og afa og það sem mestu skiptir, fyrir hann Charlie Savage."