Gunnar Nel­son og Bry­an Bar­berena mættust aug­liti til aug­litis á sýningar­vigtun UFC núna seinni partinn í O2 höllinni í Lundúnum. Þeir mætast í bar­daga­búrinu annað kvöld.

Báðir náðu þeir vigt í morgun og er það hefð hjá UFC að halda svo­kallaða sýningar­vigtun seinni partinn degi fyrir bar­daga svo á­huga­fólk UFC geti mætt á staðinn og borið bar­daga­fólkið augum áður en það stígur á endanum inn í búrið.

Líkt og venjan er þegar Gunnar á í hlut sló ekki í brýnu milli Gunnars og andstæðings hans.

Ítarefni um bardaga Gunnars, undirbúning hans sem og andstæðinginn má finna hér fyrir neðan: