Gunnar Nelson og Bryan Barberena mættust augliti til auglitis á sýningarvigtun UFC núna seinni partinn í O2 höllinni í Lundúnum. Þeir mætast í bardagabúrinu annað kvöld.
Báðir náðu þeir vigt í morgun og er það hefð hjá UFC að halda svokallaða sýningarvigtun seinni partinn degi fyrir bardaga svo áhugafólk UFC geti mætt á staðinn og borið bardagafólkið augum áður en það stígur á endanum inn í búrið.
These welterweights will NOT disappoint!@GunniNelson vs @bryan_barberena tomorrow night! #UFC286 pic.twitter.com/8ml2H4Vtiq
— UFC (@ufc) March 17, 2023
Líkt og venjan er þegar Gunnar á í hlut sló ekki í brýnu milli Gunnars og andstæðings hans.
Ítarefni um bardaga Gunnars, undirbúning hans sem og andstæðinginn má finna hér fyrir neðan: