Mynd­band af því þegar að ein af stjörnum marokkóska lands­liðsins, bak­vörðurinn Achraf Ha­kimi, hljóp til móður sinnar sem sat í stúkunni á Edu­cation City leik­vanginum í Doha og faðmaði hana eftir að Marokkó vann frækinn sigur á Spáni í 16-liða úr­slitum HM í Katar, hefur farið eins og eldur um sinu á sam­fé­lagmiðlum.

Mynd­bandið er sagt fanga eina af fal­legu hliðum stór­móta í í­þróttum en Ha­kimi, sem er einnig leik­maður franska stór­liðsins Paris Saint-Germain, tryggði Marokkó sigur í víta­spyrnu­keppni.

Ha­kimi og fjöl­skylda hans er með tengingu við Spán en sjálfur er Ha­kimi fæddur og upp­alinn á Spáni og eyddi hann 10 árum í akademíu Real Madrid á sínum tíma.

For­eldrar hans eru frá Marokkó en Ha­kimi er einn af fjór­tán leik­mönnum marokkóska lands­liðsins sem eru fæddir í landi utan Marokkó.