Myndband af því þegar að ein af stjörnum marokkóska landsliðsins, bakvörðurinn Achraf Hakimi, hljóp til móður sinnar sem sat í stúkunni á Education City leikvanginum í Doha og faðmaði hana eftir að Marokkó vann frækinn sigur á Spáni í 16-liða úrslitum HM í Katar, hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagmiðlum.
Myndbandið er sagt fanga eina af fallegu hliðum stórmóta í íþróttum en Hakimi, sem er einnig leikmaður franska stórliðsins Paris Saint-Germain, tryggði Marokkó sigur í vítaspyrnukeppni.
Hakimi og fjölskylda hans er með tengingu við Spán en sjálfur er Hakimi fæddur og uppalinn á Spáni og eyddi hann 10 árum í akademíu Real Madrid á sínum tíma.
Foreldrar hans eru frá Marokkó en Hakimi er einn af fjórtán leikmönnum marokkóska landsliðsins sem eru fæddir í landi utan Marokkó.
The video of Morocco 🇲🇦 Achraf Hakimi going to his mum in the stands at the stadium in their historic win over Spain 🇪🇸
— Mimi Fawaz (@MimosaFawaz) December 6, 2022
He did the same when the won over Belgium 🇧🇪 Hug and cherish our mothers.
They are there through the highs and lows.
pic.twitter.com/7u4nQL0bbI