Leikmaður ástralska landsliðsins fann samankrumpuð skilaboð frá danska landsliðsþjálfaranum til leikmanna sinna á bréfsnifsi sem lá í grasinu í þann mund sem Ástralar öttu kappi á móti Dönum á HM í Katar á dögunum.
Umræddur leikmaður fór með skilaboðin til Graham Arnold, landsliðsþjálfara Ástralíu sem kom miðanum áfram á aðstoðarmenn sína sem hafa báðir tengsl við Danmörku.
Miðinn kom frá Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfara Dana en Robert Skov og Andreas Cornelius, leikmenn liðsins komu inn á sem varamenn með umrædda miða og hafa vafalaust verið þar upplýsingar um leikplan danska landsliðsins.
Leiknum lauk með 1-0 sigri Ástralíu sem tryggði liðinu sæti í 16-liða úrslitum HM í Katar. Danir féllu hins vegar úr leik.
Andrew Clark og René Meulensteen eru þjálfarar í teymi Arnold hjá Ástralíu og báðir hafa þeir tengsl við Danmörku. Clark var einu sinni á mála hjá FC Kaupmannahöfn og Meulensteen hjá Bröndby og mátti sjá þá ræða sín á milli á meðan að þeir skoðuðu miðann.
Ástralinn Adam Jones, sem horfði á leik Ástralíu og Danmerkur, vill meina að Pierre Emile Hojberg, miðjumaður danska landsliðsins hafi fengið miðann í sínar hendur og síðan hent honum frá sér í grasið. Ástralir hafi í kjölfarið breytt leikskipulagi sínu eftir að Meulensteen og Clark höfðu yfirfarið miðann.
🇦🇺Australia have done it again.
— Sam Street (@samstreetwrites) December 2, 2022
6 months ago goalkeeper Andrew Redmayne stole his Peru counterpart's penalty notes to win the shootout and qualify for the World Cup.
Now they nicked Denmark's note to Christian Eriksen, made a sub and changed their formation accordingly. https://t.co/5ytz1cxrsx