Leik­maður ástralska lands­liðsins fann samankrumpuð skila­boð frá danska lands­liðs­þjálfaranum til leik­manna sinna á bréf­snifsi sem lá í grasinu í þann mund sem Ástralar öttu kappi á móti Dönum á HM í Katar á dögunum.

Um­ræddur leik­maður fór með skila­boðin til Graham Arn­old, lands­liðs­þjálfara Ástralíu sem kom miðanum á­fram á að­stoðar­menn sína sem hafa báðir tengsl við Dan­mörku.

Miðinn kom frá Kasper Hjul­mand, lands­liðs­þjálfara Dana en Robert Skov og Andreas Cornelius, leik­menn liðsins komu inn á sem vara­menn með um­rædda miða og hafa vafa­laust verið þar upp­lýsingar um leik­plan danska lands­liðsins.

Leiknum lauk með 1-0 sigri Ástralíu sem tryggði liðinu sæti í 16-liða úr­slitum HM í Katar. Danir féllu hins vegar úr leik.

Andrew Clark og René Meu­len­steen eru þjálfarar í teymi Arn­old hjá Ástralíu og báðir hafa þeir tengsl við Dan­mörku. Clark var einu sinni á mála hjá FC Kaup­manna­höfn og Meu­len­steen hjá Brönd­by og mátti sjá þá ræða sín á milli á meðan að þeir skoðuðu miðann.

Ástralinn Adam Jones, sem horfði á leik Ástralíu og Dan­merkur, vill meina að Pi­er­re Emi­le Hoj­berg, miðju­maður danska lands­liðsins hafi fengið miðann í sínar hendur og síðan hent honum frá sér í grasið. Ástralir hafi í kjölfarið breytt leikskipulagi sínu eftir að Meulensteen og Clark höfðu yfirfarið miðann.