Það eru margir sem hafa furðað sig og fordæmt athæfi bandaríska handboltamannsins Paul Skorupa sem lét kappið bera sig ofurliði í leik Bandaríkjanna og Barein á HM í handbolta í gær.
Leiknum lauk með 32-27 sigri Barein en þegar vel var liðið á síðari hálfleik átti sér stað atvik sem á ekkert skylt við handbolta.
Skorupa pirraðist þá á andstæðingi sínum í liði Barein, Husain Alsayyad og í hita leiksins tók hann sig til og beit hann í handlegginn.
Í kjölfarið var Skorupa, skiljanlega, vísað af velli og gæti í kjölfarið hlotið frekara leikbann en það ákvarðast af skýrslu dómara um atvikið.
Myndband af athæfi Skorupa má sjá hér fyrir neðan:
Enquanto isso, o jogador Paul Skorupa, da seleção dos Estados Unidos de handebol, foi expulso após morder um jogador da seleção do Bahrain durante o Mundial masculino.
— Surto Olímpico (@SurtoOlimpico) January 20, 2023
No final, vitória da seleção asiática por 32-27
Luis Suarez na Copa 2014 feelings pic.twitter.com/atcS7mdCkc