Phil Mickelson var afar óheppinn um helgina þegar það mátti litlu muna að hann færi holu í höggi á par 4 holu á PGA-mótaröðinni.

Höggið átti sér stað á fjórtándu braut á Nine Bridges vellinum í Suður-Kóreu sem telur 330 metra.

Upphafshögg Mickelson sem sjá má hér fyrir neðan skoppar inn á teiginn og fer í fánastöngina. Boltinn fór ekki langt og átti Mickelson því auðvelt pútt fyrir erni.

Aðeins sex kylfingar hafa náð að fara holu í höggi á par 4 holu á atvinnumótaröð og mátti litlu muna að Mickelson yrði sjá sjöundi.