Alls fengu 25 einstaklingar atkvæði í kjöri íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2020 en þau koma úr níu mismunandi sérsamböndum. Fimmtán karlar fengu atkvæði og tíu konur í ár.
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var valin íþróttamaður ársins í annað sinn á ferlinum. Hún er fyrsta konan sem nær því afreki.
Sara fékk fullt hús stiga í kosningunni en í öðru sæti var Martin Hermannsson, leikmaður Valencia og íslenska karlalandsliðsins í körfubolta.
Hægt er að sjá alla aðila sem fengu atkvæði í lista hér fyrir neðan.
Íþróttamaður ársins 2020
- Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti – 600
- Martin Hermannsson, körfubolti – 356
- Aron Pálmarsson, handbolti – 266
- Anton Sveinn McKee, sund – 209
- Bjarki Már Elísson, handbolti – 155
- Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 126
- Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 106
- Ingibjörg Sigurðardóttir, fótbolti – 84
- Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti – 74
- 10. Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 66
11. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 47
12. Júlían J.K. Jóhannsson, kraftlyftingar – 23
13. Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 15
14. Alfons Samsted, fótbolti – 10
15. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir – 8
16-17. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 7
16-17. Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 7
18. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, fótbolti – 6
19-21. Ísak Bergmann Jóhannesson fótbolti – 5
19-21. Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir – 5
19-21. Steinunn Björnsdóttir, handbolti – 5
22.-23. Vigdís Jónsdóttir, frjálsíþróttir – 4
22.-23. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 4
24.-25. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttum fatlaðra – 1
24.-25. Aron Einar Gunnarsson, fótbolti – 1
Þjálfari ársins
- Elísabet Gunnarsdóttir, fótbolti – 133
- Arnar Þór Viðarsson, fótbolti – 55
- Heimir Guðjónsson, fótbolti – 23*
- Þorsteinn Halldórsson, fótbolti – 23
- Þórir Hergeirsson, handbolti – 20
- Guðrún Ósk Ámundadóttir, körfubolti – 14
- Jón Þór Hauksson, fótbolti – 6
- Stefán Arnarson, fótbolti – 1
*Heimir var í 1. sæti á fleiri atkvæðaseðlum en Þorsteinn og var því á topp 3 listanum samkvæmt. reglum kjörsins.
Lið ársins
- Kvennalandslið Íslands í fótbolta – 148
- 21 árs landslið Íslands í fótbolta – 84
- Kvennalið Breiðabliks í fótbolta – 14
- Kvennalið Fram í handbolta – 9
- Kvennalið Skallagríms í körfubolta –
- Karlalið Vals í fótbolta –
- Karlalandslið Íslands í handbolta - 1