Leikurinn er í beinni útsendingu á vef KSÍ og er hægt að fylgjast með leiknum hér fyrir neðan.

Þetta er fyrri leikur liðanna af tveimur í þessu landsleikjahléi og fara báðir leikirnir fram á Coverciano, æfingasvæði ítalska landsliðsins, í Tirrenia.

Tveir af reynslumeiri leikmönnum liðsins, Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, eru fjarverandi.

Sara Björk er meidd og Dagný greindist með kórónaveiruna á dögunum.