Keppt var í tölvuleiknum vinsæla FIFA 2020 á Reykjavíkurlaukunum sem lauk um nýliðna helgi. Þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í þessum fótboltaleik sem og öðrum rafíþróttum í sögu Reykavíkurleikanna.

Það voru KR-ingar sem fóru með sigur af hólmi en þeir Agnar Þorláksson og Orri Fannar Þórisson sem spiluðu fyrir liðið lögðu Dusty að velli í úrslitaleik mótsins. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd af úrslitaleik liðanna sem fram fór í gær.