Heimavöllur Tottenham hýsti leik Chicago Bears og Oakland Raiders um helgina en þetta var fyrsti NFL-leikurinn sem fer fram á nýjum velli Tottenham.

Undanfarin ár hafa nokkrir leikir tímabilsins í NFL-deildinni farið fram í London og hefur Wembley verið notaður til þess.

Við hönnun nýja vallarins hjá Tottenham var litið til þess að völlurinn yrði heimili NFL-deildarinnar í London og fer leikur Carolina Panthers og Tampa Bay Buccaneers fram á vellinum um næstu helgi.

Í myndböndunum hér fyrir neðan má sjá hvernig gervigrasið kemur undan grasinu enda um talsvert meiri átök að ræða í NFL sem grasið þolir illa.