Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í gær frækinn endurkomusigur á Þjóðverjum í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni HM í Katar. Úrslitin vöktu mikla athygli en einnig framtak Japana eftir leik.

Myndir hafa birst á samfélagsmiðlum af búningsklefa Japana eftir leik en þar má sjá að hann er tandurhreinn.

Japanir tóku sig til, báru virðingu fyrir þeim aðstæðum sem þeir voru í, og skildu við klefann eins og hann var þegar að þeir komu í hann.