Þáttur tvö af Besta þættinum er kominn út en um er að ræða nýja þætti í tengslum við Bestu deildina í knattspyrnu. Í öðrum þætti þáttaraðarinnar mættust lið Leiknis og ÍBV.

Í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti öðru pari annars liðs. Liðin svara spurningum um sitt eigið félag og reyna svo að safna fleiri stigum með því að sparka bolta í gegnum göt á segldúk sem er búið að strengja yfir mark.

Fyrir hönd Leiknis voru það Bjarki Aðalsteinsson fyrirliði leiknis og Hannes Þór Halldórsson og fyrir ÍBV voru það Margrét Lára Viðarsdóttir og Guðjón Pétur Lýðsson. Þess má einnig geta að þessi lið mætast einmitt í Bestu deildinni næstkomandi sunnudag.

Hannes Þór Halldórsson hefur stundum fengið gagnrýni fyrir að vera ekki nógu góður í löppunum en frammistaða hans í þættinum fer langt með það að þagga niður í þeim efasemdaröddum.

Sjón er sögu ríkari