Sérfræðingar NBA-deildarinnar á TNT, Shaq, Charles Barkley og félagar, minntust Kobe Bryant í Staples Center í gær eftir að leik Lakers og Clippers var frestað.

NBA-deildin ákvað að fresta leik Los Angeles Lakers gegn nágrönnum sínum í Clippers sem átti að fara fram í gær eftir að Kobe, goðsögn í herbúðum Lakers, lést ásamt átta öðrum í þyrluslysi um helgina.

Kobe er af mörgum talinn einn af bestu körfuboltamönnum allra tíma og er einn besti leikmaður í sögu Los Angeles Lakers eftir að hafa unnið fimm meistaratitla með félaginu, þar af þrjá með Shaquille O'Neal.

Meðal þeirra sem ræddu áhrif Kobe voru Dwyane Wade, Charles Barkley, Reggie Miller, Candace Parker, Jerry West, Steve Nash og Derek Fisher, liðsfélagi Kobe til margra ára hjá Lakers.

Fleiri fallegar ræður um Kobe má sjá hér fyrir neðan.