Þáttur fjögur af Besta þættinum er kominn út en þar mættust lið Stjörnunar og Fram. Í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti öðru pari annars liðs. Liðin svara spurningum um sitt eigið félag og reyna svo að safna fleiri stigum með því að sparka bolta í gegnum göt á segldúk sem er búið að strengja yfir mark.

Fyrir hönd Fram voru það Hreimur Örn Heimisson og Guðmundur Magnússon og fyrir Stjörnuna voru það Bjarni Benediktsson og Katrín Ásbjörnsdóttir.

Bjarni var leikinn í fótbolta á sínum yngir árum, en samkvæmt vef KSÍ spilaði hann í 73 leikjum fyrir Stjörnuna, og skoraði heil sjö mörk.