Íslenska kvennalandsliðið var í banastuði á EM í dag og fagnaði ákaft þegar tilkynnt var að Ísland hefði unnið.

Andrúmsloftið var rafmagnað þegar stelpurnar biðu eftir að sjá lokaeinkunn liðsins og ætlaði allt um koll að keyra úrslitin voru ljós.

Blaðamaður Fréttablaðsins var á svæðinu og náði að fanga augnablikið þegar Ísland sigraði í EM.

Ísland sigraði með 57,250 stig, jafn mörg stig og Svíþjóð en þar sem Ísland vann tvö áhöld, gólf og trampólín, og Svíþjóð hafði einungis betur á dýnunni fór titillinn heim til Íslands.