Annar dagur heimsleikanna í CrossFit fer fram í Madison, Bandaríkjunum í dag og komust allir sex Íslendingarnir í gegnum niðurskurðinn eftir fyrsta dag.

Hægt er að sjá beina útsendingu frá Madison í spilaranum hér fyrir neðan.

Annie Mist Þórisdóttir stóð sig best Íslendinganna á fyrsta degi en hún var í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag.

Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 12. sæti eftir tvær þrautir, Þuríður Erla Helgadóttir í 16. sæti, Sara Sigmundsdóttir í 26. sæti og Oddrún Eik Gylfadóttir í 32. sæti.

Í karlaflokki tókst Björgvini Karli Guðmundssyni ekki að fylgja eftir góðum árangri í fyrstu þrautinni og er í 12. sæti eftir að hafa lent í 30. sæti í annarri þraut gærdagsins.