Úr­slit gær­dagsins í ensku úr­vals­deildinni eru á allra vörum. Liver­pool bar sigur­orð af erki­fjendum sínum í Manchester United með sjö mörkum gegn engum, tap sem lýst er sem niður­lægingu fyrir leik­menn Manchester United. Fyrrum leik­menn fé­lagsins hafa látið í sér heyra eftir að leik lauk.

Þeirra á meðal er Roy Kea­ne, fyrrum fyrir­liði Manchester United sem segir að halda þurfi vel utan um liðið næstu daga því skellurinn kemur að­eins viku eftir að liðið vann enska deildar­bikarinn.

„Það sem ég hef alltaf í huga varðandi Manchester United, þeir unnu bikar í síðustu viku og fögnuðu vel skiljan­lega. En þegar að liðið mætti til leiks gegn West Ham United á dögunum, ég var á leiknum, það væri eins og sirkusinn væri mættur aftur til leiks hjá Manchester United.“

Sama hafi verið upp á teningnum í gær þegar að liðið mætti Liver­pool en Manchester United fékk á sig sex mörk í seinni hálf­leik.

„Ég sé leik­menn mæta hér til leiks í seinni hálf­leik hlægjandi og grínast sín á milli og meira segja við starfs­menn Liver­pool. Mér líkar það ekki að sjá svona kjaft­æði.“

Allt geti farið aftur í sama gamla farið hjá fé­laginu, knatt­spyrnu­stjórinn Erik ten Hag og reyndustu leik­menn Manchester United verði að vera á varð­bergi næstu daga.

Það er mat Kea­ne að eldri og reyndari leik­menn Manchester United hafi brugðist í gær. Hann sé á­nægður með að hafa aldrei verið hluti af liði Manchester United sem tapaði svona illa.

„Ég reyni að í­mynda mér þetta núna, ef ég hefði tapað leik svona stórt þá myndi ég fara í felur. Ekki í nokkra daga, ég myndi fara í felur í nokkra mánuði.“