Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Ryan Giggs hjá Manchester United og Gary Neville, fyrrum liðsfélagi hans munu bera vitni í réttarsal í máli Ryan Giggs sem er sakaður um ofbeldi gagnvart fyrrum kærustu sinni, Kate Greville. Auk þess er hann sakaður um að hafa beitt hana stjórnandi og þvingandi hegðun.

Þetta var staðfest fyrir dómstólum í dag þegar að verjandi Giigs las upp lista með fólki sem hann mun kalla fyrir dómstóla til þess að bera vitni.

Giggs varð á sínum tíma Englandsmeistari með Manchester United þrettán sinnum og Evrópumeistari í tvígang. Hann er sakaður um að hafa skallað Greville í nóvember árið 2020 sem og að hafa ráðist á yngri systur hennar, Emmu, sama dag.

Hann er hluti af hinum víðfræga 92' árgangi hjá Manchester United sem sló í gegn undir stjórn Sir Alex Fergusonar hjá félaginu.

Þá mun David Gill, fyrrum framkvæmdarstjóri Manchester United einnig bera vitni í málinu.