Fimleikastjarnan Simone Biles greinir frá því á samskiptamiðlum sínum í dag hún hafi trúlofast Jonathan Owens, varnarmaður í liði Houston Texans í NFL-deildinni í amerískum ruðningi.

Biles, sem er talin ein besta fimleikakona sögunnar og Owens hafa verið í sambandi síðan í ágúst 2020.

Í færslunni sem Biles deildi sagði hún að þetta hefði verið auðveldasta spurning sem hún hefði þurft að svara á lífsleiðinni.

Biles hefur unnið til fjögurra gullverðlauna á Ólympíuleikunum og nítján gullverðlauna á Heimsmeistaramótinu í fimleikum.

Það vakti heimsathygli síðasta sumar þegar Biles hætti keppni þegar hún var hluti af sveit Bandaríkjanna í liðakeppni á Ólympíuleikunum.

Seinna kom í ljós að Biles væri að glíma við andleg veikindi en hún hefur ekki gefið það út hvort að hún sé hætt keppni.