Hin 22 ára bandaríska fimleikadrottning Simone Biles setti heimsmet í dag þegar hún vann gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í Stuttgart. Biles hefur verið ósigrandi í sex ár og hefur enginn unnið jafn marga meistaratitla og hún.

Biles jafnaði í gær met Hvít-Rússans Vitaly Scherbo yfir fjölda verðlauna á heimsmeistaramóti í fimleikum og sló metið í dag þegar hún sigraði á jafnvægisslánni. Þá hefur Biles unnið tuttugu og fjögur verðlaun á heimsmeistaramóti og átján gullverðlaun.