Leikmenn Manchester City fengu að velja fyrirliða fyrir tímabilið í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og varð David Silva fyrir valinu.

Spænski miðjumaðurinn er að hefja tíunda og síðasta tímabil sitt með félaginu en hann hyggst halda aftur til Spánar næsta sumar.

Vincent Kompany sem hefur borið fyrirliðabandið undanfarin ár yfirgaf félagið í sumar og var því þörf á að finna nýjan fyrirliða.

Silva varð fyrir valinu og eru Fernandinho, Kevin De Bruyne og Sergio Aguero næstir á blaði hjá ensku meisturunum.