Hnefaleikakappinn Richard Torrez sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó virðist vera staddur hér á landi en hnefaleikasamtökin Top Rank Boxing birta myndskeið af Torrez við Jökulsárslón.

Í myndbandinu sést Torrez æfa sig í skuggaboxi (e. shadow boxing) og má sjá fallegt landslag Íslands í bakgrunni.

Richard þessi Torrez er ungur og efnilegur hnefaleikakappi sem hefur unnið alla þrjá bardaga sína síðan hann gerðist atvinnumaður í greininni.

Sem áhugamaður komst hann í úrslitin á Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári þar sem hann tapaði gegn Bakhodir Jalolov frá Úsbekistan.

Torrez forðast stungu frá andstæðingi sínum í úrslitabardaganum á Ólympíuleikunum í fyrra.
fréttablaðið/getty