Sigurvin Ólafsson, þjálfari Lengjudeildarliðs KV yfirgefur stöðu sína hjá félaginu eftir næsta leik liðsins. Hann mun í kjölfarið gerast aðstoðarþjálfari Eiðs Smára Guðjohnsen hjá FH. Sigurvin hefur einnig starfað sem aðstoðarþjálfari KR.
KV greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að Sigurvin muni stýra sínum síðasta leik hjá félaginu gegn Þrótti Vogum á miðvikudaginn. ,,Við þökkum Venna fyrir frábæra tíma hjá félaginu, árangurinn talar sínu máli og við getum ekki verið stoltari af okkar manni."
Gafferinn kveður.
— KV Fótbolti (@KVfotbolti) June 20, 2022
Við þökkum Venna fyrir frábæra tíma hjá félaginu, árangurinn talar sínu máli og við getum ekki verið stoltari af okkar manni.
Venni mun stýra liðinu gegn Þrótti V. á miðvikudag og láta svo formlega af störfum. pic.twitter.com/HZqD0FXjCX
Í gær tilkynnti karlalið FH í knattspyrnu um ráðningu nýs þjálfara, Eið Smára Guðjohnsen, fyrrum atvinnu- og landsliðsmann í knattspyrnu. Eiður skrifaði undir tveggja ára samning við félagið en hann tekur við liðinu af Ólafi Jóhannessyni sem var á dögunum sagt upp störfum.
Fljótlega fóru af stað sögusagnir um mögulega aðstoðarþjálfara Eiðs Smára hjá FH og sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Þungavigtarinnar frá því í færslu á Twitter að Sigurvin myndi yfirgefa KR en KV er venslalið félagsins.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Sigurvin mun starfa innan raða FH. Hann var leikmaður liðsins á árunum 2006-2007 og varð meðal annars Íslandsmeistari með félaginu.
Venni yfirgefur KR enda orðinn þjálfari nr. 4 þar á eftir Rúnari, Bjarna Guðjóns og Viktori Bjarka.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) June 19, 2022
Mjög skiljanleg ákvörðun.