Samkvæmt heimildum hlaðvarpsþáttarins Þungavigtarinnar mun Sigurður Víðisson verða næsti þjálfari KV í Lengjudeild karla.

Sigurður myndi þá taka við starfinu sem Sigurvin Ólafsson skilur eftir sig. Hann er að gerast aðstoðarmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, nýs þjálfara FH í Bestu deild karla.

Sigurvin mun stýra KV í síðasta sinn í kvöld er liðið mætir Þrótti Vogum. Leikurinn verður sýndur beint og í opinni dagskrá á Hringbraut.

Sigurður stýrði karlaliði Breiðabliks um stutt skeið árið 2017 eftir að Arnar Grétarsson var látinn fara. Hann hafði verið aðstoðarmaður Arnars. Þá hefur hann stýrt liðum á borð við Fjölni og HK/Víking í kvennaflokki.

KV er í ellefta sæti deildarinnar með þrjú stig.