Fótboltadómarinn Sigurður Óli Þorleifsson hefur svarað ummælum Jóns Rúnars Halldórssonar, fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar FH, sem Jón Rúnar lét hafa eftir sér í þættinum Foringjarnir sem sýndur var á Stöð 2 sport á sunnudagskvöldið síðastliðið.

Jón Rúnar segir þar að Sigurður Óli, sem var aðstoðardómari í leik FH og Stjörnunnar haustið 2014, hafi ekki farið að reglum í dómgæslu sinni. Í þessum leik réðust úrslitin á Íslandsmótinu og Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratititlinn.

Jón Rún Halldórsson fór um víðan völl í þættinum.
Fréttablaðið/Anton

Formaðurinn fyrrverandi segir svo að leikurinn hefði farið öðruvísi ef það hefði ekki verið blindur beitusali á línunni og vísar þar í störf Sigurðar Óla sem svarar þessu með eftirfarandi færslu á facebook.

„Mikið er nú gaman hvað þetta fer enn illa í hann, ég geri ráð fyrir því að Atli Viðar og fleiri leikmenn FH sem að brenndu af hverju dauðafærinu á fætur öðrum séu ekki heldur heiðursborgarar, en ég á ekki mikið af beitu til núna, en nóg af beitningarvélum heyrið bara í mér.

Eins og hann á nú fín og flott börn þessi maður, en ætli móðirinn hafi ekki séð um uppeldið."