Miðherjinn Sig­urður Gunn­ar Þor­steins­son er á leið aftur út í at­vinnu­mennsku en hann hef­ur samið við franska liðið BC Orchies sem leikur í frönsku C-deildinni í körfbubolta næsta vetur.

Það er mbl.is sem greinir frá þessu.

Þetta er mikil blóðtaka fyrir ÍR sem lék til úrslita á móti KR um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Breiðhyltingar misstu einnig Matthías Orra Sigurðarson fyrr í sumar en hann fór heim í Vesturbæinn.

Sigurður Gunnar hefur áður leikið erlendis en hann hefur einnig spilað með Solna í Svíþjóð og grísku liðunum Doxas og AEL.