Grindavík gekk í dag frá ráðningu á Sigurbirni Hreiðarssyni sem aðalþjálfara og Ólafi Tryggva Brynjólfssyni sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla Grindavíkur. Sigurbjörn, eða Bjössi eins hann er kallaður er með mikla reynslu af boltanum, spilaði yfir 300 leiki með Val og hefur þjálfað bæði hjá Haukum og Val. Hann tekur með sér til félagsins Ólaf Tryggva sem hefur verið að þjálfa m.a. hjá Val, Fram og núna síðast sem aðstoðarþjálfari mfl. kvenna hjá Stjörnunni.