Sigur Ítalíu á Svíþjóð í lokaleik liðanna í undankeppni EM U21 næsta sumar tryggði líklegast farseðil liðs Íslands á mótið sem fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu.
Knattspyrnusamband Evrópu ákvað fyrr í mánuðinum að aflýsa öllum leikjum Armeníu vegna stríðsátaka þar í landi. Ef Íslandi verður dæmdur sigur er Ísland nær Ísland öðru sæti riðilsins af Írum.
Ef UEFA kýs að núllstilla öll úrslit liðanna gegn Armeníu mun Ísland einnig hafna í öðru sæti riðilsins.
Það er því ekki búið að staðfesta þátttökurétt Íslendinga á mótinu en það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða vikum.
Dregið verður í riðlana þann 10. desember næstkomandi