Með sigri á Grikklandi í dag er Ísland komið inn í lokakeppni Evrópumótsins 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki á næsta ári.

Þetta varð ljóst eftir sigur Norður Makedóníu á Tyrklandi sem lauk rétt í þessu.

Með sigri á Grikklandi nær Ísland líkt og Makedónía þriggja stiga forskoti á Tyrki fyrir lokaumferðina sem fer fram um helgina.

Þegar þetta er skrifað leiðir Ísland með þremur mörkum í hálfleik í Grikklandi.