Takist Stelpunum okkar að vinna Frakka á morgun fá þær og KSÍ 305 þúsund evrur í sinn hlut eða um 42,5 milljónir íslenskra króna.

Fyrir hvern sigur í riðlakeppninni fá liðin hundrað þúsund evrur og fyrir að komast áfram í átta liða úrslitin fá lið 205 þúsund evrur.

Það gerir um 42,5 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Stelpurnar okkar hafa þegar unnið sér inn um 14 milljónir með tveimur jafnteflum.

Í fyrsta skiptið í sögu Evrópumóts kvenna fást bónusgreiðslur fyrir hvert jafntefli og hvern sigur á Evrópumóti kvenna í sumar.