Staða Hauka er orðin ansi vænleg í Olís-deild karla eftir 29-27 sigur á Selfossi í kvöld en með honum eru Haukar komnir með þriggja stiga forskot á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir.

Þá eru Haukar með innbyrðis viðureignina á Selfoss og verða Haukar því að tapa tveimur af síðustu þremur leikjunum til þess að glutra frá sér deildarmeistaratitlinum.

Selfyssingar byrjuðu leikinn vel og leiddu með tveimur í hálfleik í kvöld en Haukum tókst að binda saman vörnina í seinni hálfleik og að síga fram úr.

Á sama tíma unnu Fram, KA og Stjarnan mikilvæga sigra í fallbaráttunni og eru Garðbæingar og Akureyringar búnir að bjarga sæti sínu í deildinni á meðan Fram fjarlægist fallsvæðið.

Þá vann ÍBV fjórða leikinn í röð gegn FH og skaust með því upp fyrir Aftureldingu sem tapaði fyrr í dag gegn KA.