Körfuknattleiksdeild Fjölnis og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skrifuðu í dag undir samning um að Sigrún Sjöfn muni spila með félaginu á komandi keppnistímabili

Sigrún Sjöfn kemur til Fjölnis frá uppeldisfélagi sínu, Skallagrími, en hún hefur einnig leikið með Haukum, KR, Hamri og Grinda­vík hérlendis og sem at­vinnumaður í Frakklandi og Svíþjóð. Hún hefur á ferli sínum tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari.

Þessi 32 ára leikmaður hefur spilað 57 A-landsleiki og er sjötta landsleikjahæsta kona Íslands frá upphafi.

Fjölnir hafnaði í fjórða sæti Domino's-deildarinnar á síðustu leiktíð og féll svo úr leik fyrir Val sem varð svo Íslandsmeistari í undanúrslitum úrslitakeppninnar.

Hér að neðan má sjá viðtal við Sigrúnu Sjöfn sem birtist á samfélagsmiðlum Fjölnis.